DRIFT -   2012

Anna Hallin & Olga Bergmann

BERGHALL

coverage - Djöfleyjan/RUV


THE EXTENDED MEANING OF DRIFT

     
Why does an inflated mattress in the shape of Iceland start migrating about the world? One may wonder but as the late German art historian, Rudolf Wittkower admitted, few things in art are as fascinating as visual communication and the way in which visual communication is passed on through symbols. In his seminal essay on monsters, „Marvels of the East“, Wittkower examined how ancient ideas of Persia and India – from the times of Ctesias of Cnidus in the 5th century BC and Megasthenes from Anatolia in the 4th century BC – had nurtured European imagination from antiquity well into the eighteenth century. 
Olga Bergmann and Anna Hallin are well known for their keen attempts to rekindle the spirit of ancient and medieval teratology in contemporary Icelandic art. Their critical and ironic attitude to recent scientific research and to the common suspicion of scientific experiments, which might go astray and cause a genetic disaster of irreversible kind, is one of ambiguity and humor. By choosing the shape of Iceland for migration they draw our attention to the fact that the contour of the island outlines a perfect monster, a common comprehension among the inhabitants.
But the migrating of Iceland also refers to the continental drift, the geological separation of the tectonic plates. As a matter of fact the monster of Iceland is evenly divided between two major plates of the northern hemisphere, the North American and the Eurasian plates, which are drifting away from each other. This dramatic separation stretches the country in two different directions along a diagonal axis running from southwest to northeast, inevitably enhancing its overall surface. Yet with the future perspective of 250 million years the theory of Pangea Ultima, the ultimate joining of continents, Iceland will perhaps be rendered to the centre of earth instead of being where it is now, remote and far removed from all related territories. 
The striking vision of Iceland as a water lily floating on the surface of a Giverny-like pond is an ironic allusion to global warming, which has definitely rendered the island more pleasant, climatically, but threatens to melt its glaciers, the most prominent crown of the country’s surface. With the retreat of the ice the pressure on the volcanic activity beneath the island is relieved with unforeseeable consequences, whereas nearly all Icelandic glaciers hide active craters beneath their icecap.
The geological side of Bergmann’s and Hallin’s drifting mattress is however only one side of a more complex idea. Drift is bound to lead us to its more psychologically charged synonym of dérive, the core of the psychogeographical attitude proclaimed by Ivan Chtcheglov and other leading representatives of the Internationale Situationniste as a method of approaching city life urbanism in a new and creative way. With their extension of the Situationniste principles beyond urban limits, Bergmann and Hallin address a new area, alien to the European avant-garde in the fifties and the sixties. The Situationniste voice, which formerly did not exceed the city, now, in the case of Bergmann and Hallin, also reaches the rural sphere.
Obviously this transition from exclusively urban emphasis to a more balanced position between the city and the countryside has a lot to do with the artists’ Nordic origin. In the Nordic countries, not least Iceland, psychogeography is as much a rural experience as it is an urban encounter. This might be the reason why Claude Monet and his pond of water lilies seem more in line with Bergmann’s and Hallin’s inflated monster of Iceland than an architectural landscape.
Instead of the urban flâneur so dear to Walter Benjamin and his vision of Charles Baudelaire as a stroller in the streets of Paris, the two women artists seem to address and reassess the more rural and romantic concept of the Wanderer, who roams the European countryside alone and forsaken in the sole company of the capricious trout. Is it not time to revise our attitude to nature and discover that it has a lot more to offer than a setting for a solitary, conventional soliloquy?    

Halldór Björn Runólfsson, Director of National Gallery of Iceland 

 

REK Í VÍÐTÆKARI MERKINGU        
Hvernig má það vera að uppblásin vindsæng í líki Íslands fari á flakk um heiminn? Það má velta því fyrir sér en rétt eins og Rudolf heitinn Wittkower, þýski listfræðingurinn, viðurkenndi þá er fátt í listum eins heillandi og myndræn samskipti og hitt hvernig táknmyndir liggja til grundvallar slíkum samskiptum. Í víðfrægri ritgerð sinni „Furður Austurlanda“, sem fjallar um skrímsli, kannaði Wittkower hvernig fornar hugmyndir frá Persíu og Indlandi – frá dögum Ktesíasar frá Knídos á 5. öld f.Kr. og Megasþenesar frá Anatólíu á 4. öld f.Kr. – nærðu hugmyndaflug Evrópumanna frá fornöld til 18. aldar.

Olga Bergmann og Anna Hallin eru vel kunnar fyrir lunknar tilraunir sínar til að blása nýju lífi í gömul skrímslafræði í tengslum við samtímalist. Gagnrýnin og spaugsöm afstaða þeirra til nýlegra vísindarannsókna og almennrar tortryggni í garð vísindatilrauna, sem geta farið úrskeiðis og valdið óbætanlegu erfðafræðislysi, er tvíræð og skondin. Með því að velja Ísland með lögun sína til flakks draga þær athygli okkar að þeirri staðreynd að útlínur landsins mynda fullkomið skrímsli, rétt eins og landsmenn hafa löngum vitað.
En ferðalag Íslands leiðir einnig hugann að landrekinu, jarðfræðilegum aðskilnaði skorpuflekanna. Reyndar er skrímslinu Íslandi skipt bróðurlega milli beggja aðalflekanna á norðurhveli hnattarins, norðurameríska flekans og hins evrasíska, sem fjarlægjast hvor annan. Þessi dramatísku flekaskil teygja landið í tvær áttir eftir skáhallandi ás frá suðvestri til norðausturs og auka óhjákvæmilega yfirborð þess. Með langtímaþróun næstu 250 milljóna ára í huga – samkvæmt kenningunni um Pangea Ultima, heimsálfusamrunann – verður Ísland þó ef til vill dregið að miðju jarðar, í stað þess að vera þar sem það er núna, afskekkt og á jaðri þeirrar byggðar sem það er skyldast.
Hin furðulega mynd af Íslandi sem vatnalilju fljótandi á yfirborði Giverny-tjarnarinnar, norðvestur af París, er sposk tilvísun í hlýnun jarðar, sem vissulega hefur gert eyna notalegri, veðurfarslega séð, en ógnar jöklum hennar, hinum mikilúðlegu djásnum á yfirborði landsins. Þegar jöklarnir hopa er þrýstingi létt af eldvirkninni undir eynni, með ófyrirséðum afleiðingum, því íslenskir jöklar geyma nærfellt allir virkar eldstöðvar undir ísþekjunni.
Jarðfræðileg merking rekadýnu þeirra Olgu og Önnu er eigi að síður aðeins ein hlið á flóknari hugmynd. Rek leiðir óhjákvæmilega hugann að sálrænt hlöðnu samheitinu dérive, kjarna þess sálarlandfræðilega hegðunarmáta sem Ivan Chtcheglov og aðrir áberandi fulltrúar menningarsamtakanna L’Internationale Situationniste héldu á lofti sem aðferð til að nálgast nútíma borgarmenningu með nýjum og skapandi hætti. Með því að teygja hugmyndir sitúasjónistanna út fyrir þéttbýlismörkin færa Olga og Anna sig yfir á nýtt svæði, sem var ókunnugt evrópsku framúrstefnunni á sjötta og sjöunda áratugnum. Rödd sitúasjónismans, sem til skamms tíma hljómaði einungis innan borgarmarkanna, berst nú jafnframt út fyrir landamæri þéttbýlis.
Það er augljóst að þessi umskipti, frá áherslum bundnum borgarmenningu til meira jafnvægis milli þéttbýlis og dreifbýlis, tengjast norrænum uppruna listamannanna. Á Norðurlöndunum, ekki síst Íslandi, er sálræn landafræði jafn mikilvægur þáttur menningar og samskipti meðal þéttbýlisbúa. Þetta gæti verið ástæðan fyrir því hvers vegna vatnaliljutjörn Claudes Monet myndar eðlilegri umgjörð utan um uppblásið Íslandsskrímsli Olgu og Önnu en borgarlandslagið með byggingum sínum.
Í staðinn fyrir borgarflandrarann hans Walters Benjamin, sem birtist í sýn hans á franska ljóðskáldið Charles Baudelaire og ráp hans um stræti Parísarborgar, virðast listakonurnar tvær fremur taka mið af og endurmeta hina rómantísku sveitamynd af förumanninum, sem eigraði einmana og yfirgefinn um dreifbýli evrópskra sveita og hafði fátt sér til samneytis annað en sporðaköst silungsins útsmogna. Er ekki tími til kominn að taka afstöðu okkar til náttúrunnar til bæna og finna að hún hefur upp á margt fleira að bjóða en einmanalegt og vanabundið eintal?   
  Halldór Björn Runólfsson  safnstjóri